Nýtt af nálinni
Jæja, þá ætla ég að fara að byrja á einhverju sem ég hélt að ég myndi aldrei byrja á: bloggi!!! En þar sem ég er á leiðinni út þá finnst mér ég verða að gera eitthvað svona. Þetta er svo þægileg leið til að láta vita af sér. Ég verð hins vegar að taka fram að þetta hefði aldrei orðið að veruleika hefði Hrebbna ekki hjálpað mér. Ég er nefnilega algjör auli þegar kemur að tölvum.
Ég komst að því í dag að ég kann að koma karlmanni til. YES! Í DV í dag var próf og þar sem ekki mikið var að gera í vinnunni vorum við nokkrar sem tókum prófið. Eins og allir vita þá er DV mjög áreiðanlegur miðill og öll persónuleikapróf gefa þar af leiðandi góða sýn á hvernig maður er. Svo ég vitni nú aðeins í niðurstöðurnar: "Til hamingju! Þú ert snillingur í að daðra og reyna við myndarlega menn. Þú kannt þér hóf og veist hversu langt á að ganga í daðrinu....". Hrebbna og Magga tóku líka prófið. Hrebbna kom jafnvel út og ég en það munaði litlu að Magga komst í okkar hóp, aðeins einu stigi. Hún virðist frýsa karlmenn frekar en að koma þeim til. Við Hrebbna ætlum hins vegar að taka hana að okkur og kenna en ég held að hún þurfi ekki mikla kennslu þar sem það munaði bara um eitt stig.
Ég komst að því í dag að ég kann að koma karlmanni til. YES! Í DV í dag var próf og þar sem ekki mikið var að gera í vinnunni vorum við nokkrar sem tókum prófið. Eins og allir vita þá er DV mjög áreiðanlegur miðill og öll persónuleikapróf gefa þar af leiðandi góða sýn á hvernig maður er. Svo ég vitni nú aðeins í niðurstöðurnar: "Til hamingju! Þú ert snillingur í að daðra og reyna við myndarlega menn. Þú kannt þér hóf og veist hversu langt á að ganga í daðrinu....". Hrebbna og Magga tóku líka prófið. Hrebbna kom jafnvel út og ég en það munaði litlu að Magga komst í okkar hóp, aðeins einu stigi. Hún virðist frýsa karlmenn frekar en að koma þeim til. Við Hrebbna ætlum hins vegar að taka hana að okkur og kenna en ég held að hún þurfi ekki mikla kennslu þar sem það munaði bara um eitt stig.
<< Home