Við unnum!
Síðastliðnar 2 vikur (2.-13.maí) stóð yfir fyrirtækjakeppni sem ber heitið Hjólað í vinnuna. Markmiðið með keppninni var að virkja fólk til að nota eigin orku til að koma sér í og úr vinnu. Skipti ekki máli hvort farið var á hjóli, línuskautum, í strætó eða gangandi.
Vinnustaðurinn minn tók að sjálfsögðu þátt og samanstóð af nokkrum liðum. Í aðalkeppninni stóðum við okkur ágætlega, erum í 5.-6. sæti, hvort heldur sem miðað er við daga- eða kílómetrafjölda. Hins vegar var ákveðið að veita því liði innan vinnustaðarins sem skilaði flestum kílómetrum per haus verðlaun. Þar hafði mitt lið vinningin og fær að launum ilmandi bakkelsi í fyrramálið. Ég verð þó að viðurkenna að þetta stóð tæpt og sem liðstjóri varð ég að ýta við öllum í liðinu til að skila inn kílómetrum. Það tók líka á að sitja á hörðum hnakki í fyrsta skipti í 2 ár en ég verð víst að æfa mig fyrir Danmörkureisuna. Ég ætla nefnilega að fá mér hjól og hjóla mikið.
Vinnustaðurinn minn tók að sjálfsögðu þátt og samanstóð af nokkrum liðum. Í aðalkeppninni stóðum við okkur ágætlega, erum í 5.-6. sæti, hvort heldur sem miðað er við daga- eða kílómetrafjölda. Hins vegar var ákveðið að veita því liði innan vinnustaðarins sem skilaði flestum kílómetrum per haus verðlaun. Þar hafði mitt lið vinningin og fær að launum ilmandi bakkelsi í fyrramálið. Ég verð þó að viðurkenna að þetta stóð tæpt og sem liðstjóri varð ég að ýta við öllum í liðinu til að skila inn kílómetrum. Það tók líka á að sitja á hörðum hnakki í fyrsta skipti í 2 ár en ég verð víst að æfa mig fyrir Danmörkureisuna. Ég ætla nefnilega að fá mér hjól og hjóla mikið.
<< Home