Júróvisjón: Wax on vision
Heitasta umræðuefnið í dag er væntanlega Júróvisjón, eða hvað? Ég hins vegar tók taekwondóæfingu fram yfir undankeppnina í gær og er mjög fegin. Ég sá þar af leiðandi ekkert af keppninni fyrir utan þegar tilkynnt var hverjir það voru sem komust áfram. Ég var búin að sjá þónokkuð af lögunum sökum hins snilldarlega samnorræna sjónvarpsþáttar sem ég veit ekki hvað heitir (Eiríkur Hauksson var dómari fyrir hönd Íslands). Þetta voru nú frekar ömurleg og hallærisleg lög en þar sem þetta er nú einu sinni Júróvisjón þá er manni nokkuð sama. En hvað með það, mér finnst það frekar fúlt að Ísland komst ekki áfram (auðvitað!). Ég er reyndar ekki dómbær þar sem ég gat ekki metið frammistöðu Selmu samanborið við önnur lönd en ég held að ég geti fullyrt að hún var með eitt af bestu lögunum (auðvitað!). En lífið heldur áfram og þar sem ég hafði ekki planað neitt á laugardagskvöldið næstkomandi er mér sama. Ég hef líka lært af biturri reynslu (sérstaklega eftir að Gleðibankinn vann ekki) að maður má ekki velta sér of mikið upp úr þessari keppni því maður gæti lent í einhverjum geðsveiflum. Það er heldur ekkert alltof sniðugt þegar besti tími ársins er framundan.
Ég kom miklu í verk í dag og það sem meira er gerði svoldið sem ég hef aldrei gert áður. Dagurinn byrjaði þegar ég reif mig á fætur um hálfníuleytið, kraftaverk þegar ég er annars vegar og þarf ekki að vera mætt í vinnuna fyrr en klukkan eitt. Dreif mig í píanótíma og eftir það í bankann til að stússast. Að því loknu fór ég í vax!!! Þetta hef ég aldrei gert áður. Ég skammast mín frekar fyrir að segja þetta sérstaklega þar sem ég er að verða 27 í júlí og ætti fyrir löngu að vera búin að þessu. Fram að þessu hef ég rakað á mér lappirnar en það er nú ekkert sniðugt, hárin koma svo fjótt aftur og eru þar að auki svo ljót. Ég gerði smá verðkönnun áður en ég pantaði tíma og komst að því að Heilsudrekinn er í lægri verðkantinum. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar smeik en veit nú að það var algjör óþarfi. Þetta reyndist nefnilega ekki eins vont og ég hafði ímyndað mér og var fullkomlega þess virði (ég verð að taka fram að ég lét bara vaxa upp að hné og mér skilst að það sé barnaleikur miðað við margt annað). Ég stefni hins vegar að því að gera þetta sjálf, ég mun nefnilega ekki eiga mikinn pening aflögu þegar skólinn minn byrjar í ágúst. En ég held að það sé betra að fara fyrstu skiptin til einhvers sem kann þetta. Nú, eftir vaxið fór ég heim og fékk mér að borða. Þá var nú reyndar ekki mikið eftir af morgninum en ég ákvað að nýta síðustu mínúturnar áður en ég þurfti að mæta í vinnuna í sundferð. Synti hvorki meira né minna en 200 metra!!! Geri aðrir betur. Síðan lá ég í heita pottinum og reyndi að sleikja þá litlu sólarglætu sem dagurinn bauð uppá. Að sundferðinni lokinni fór ég vinnuna þar sem ég er enn þegar þetta er skrifað.
Mér skilst að það séu einhver vandræði með kommentakerfið hjá mér. Ég verð víst að leita mér aðstoðar í þeim efnum en á meðan vil ég biðja þau tvö sem þetta lesa að senda mér bara þá línu í gegnum tölvupóstinn.
Ég kom miklu í verk í dag og það sem meira er gerði svoldið sem ég hef aldrei gert áður. Dagurinn byrjaði þegar ég reif mig á fætur um hálfníuleytið, kraftaverk þegar ég er annars vegar og þarf ekki að vera mætt í vinnuna fyrr en klukkan eitt. Dreif mig í píanótíma og eftir það í bankann til að stússast. Að því loknu fór ég í vax!!! Þetta hef ég aldrei gert áður. Ég skammast mín frekar fyrir að segja þetta sérstaklega þar sem ég er að verða 27 í júlí og ætti fyrir löngu að vera búin að þessu. Fram að þessu hef ég rakað á mér lappirnar en það er nú ekkert sniðugt, hárin koma svo fjótt aftur og eru þar að auki svo ljót. Ég gerði smá verðkönnun áður en ég pantaði tíma og komst að því að Heilsudrekinn er í lægri verðkantinum. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar smeik en veit nú að það var algjör óþarfi. Þetta reyndist nefnilega ekki eins vont og ég hafði ímyndað mér og var fullkomlega þess virði (ég verð að taka fram að ég lét bara vaxa upp að hné og mér skilst að það sé barnaleikur miðað við margt annað). Ég stefni hins vegar að því að gera þetta sjálf, ég mun nefnilega ekki eiga mikinn pening aflögu þegar skólinn minn byrjar í ágúst. En ég held að það sé betra að fara fyrstu skiptin til einhvers sem kann þetta. Nú, eftir vaxið fór ég heim og fékk mér að borða. Þá var nú reyndar ekki mikið eftir af morgninum en ég ákvað að nýta síðustu mínúturnar áður en ég þurfti að mæta í vinnuna í sundferð. Synti hvorki meira né minna en 200 metra!!! Geri aðrir betur. Síðan lá ég í heita pottinum og reyndi að sleikja þá litlu sólarglætu sem dagurinn bauð uppá. Að sundferðinni lokinni fór ég vinnuna þar sem ég er enn þegar þetta er skrifað.
Mér skilst að það séu einhver vandræði með kommentakerfið hjá mér. Ég verð víst að leita mér aðstoðar í þeim efnum en á meðan vil ég biðja þau tvö sem þetta lesa að senda mér bara þá línu í gegnum tölvupóstinn.
<< Home