Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

laugardagur, júní 18, 2005

Bla bla

Jæja, ég er svoldið að klikka hérna. Ætlaði að vera svooo dugleg að skrifa en þar sem svooo lítið markvert gerist í lífi mínu þessa dagana þá finnst mér ekki taka því að skrifa. Get allt eins bara bullað eins og ég er að gera akkúrat núna. Það er eins og mér finnist varla taka því að fara að skrifa fyrr en ég er komin út. En vonandi fer þetta að glæðast hjá mér.

Sif og Geir giftu sig fyrir viku síðan, þann 11. júní hjá sýslumanni í London. Ég sendi hér með innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ég var svo rosalega klár að kaupa gjöfina þeirra á netinu og gerði það með vikufyrirvara (sem er kannski ekkert alltof mikill fyrirvari, ég viðurkenni það). Ég hélt að það væri nóg þar sem ég keypti af breskri verslun. En, ónei, vörurnar voru greinilega ekki til á lager og þær voru ekki sendar fyrr en nokkrum dögum eftir giftinguna. En Sif og Geir, þið eigið þá bara von á glaðningi þegar þið komið frá New York.

Það sem mér finnst núna rosalega gaman að gera í vinnunni, sérstaklega þar sem ég keppist núna hreinlega við það að láta tíman líða, er að fara inn á heimasíður danskra matvöruverslana. Þetta eru verslanir eins og Netto, Bilka, Kvickly og Fakta. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skoða vikublöðin þeirra yfir öll tilboðin og sjá hversu ódýrt allt er, einna helst þó áfengið. Þvílíkur munaður. En kannski ber þessi hegðun mín frekar vitni um hversu sorglegt líf mitt er akkúrat þessa stundina heldur en skemmtanagildi þessara heimasíðna : /