Fyrsta taekwondo æfingin
Á fimmtudaginn var fannst mér vera kominn tími til ad skella sér á taekwondo-æfingu ádur en allt thol og allur styrkur færi fjandans til. Ég valdi Østerbro Taekwondoklub thar sem thad tekur mig ekki nema 5 til 10 mínútur ad hjóla heiman frá mér. Østerbro klúbburinn er líka í samstarfi vid Master Cho eins og ÍR, minn gamli og gódi klúbbur og thad hjálpadi nú líka til vid valid. Østerbro klúbburinn er stadsettur næstum thví vid hlidina á Parken stadium (thar sem Íslendingar hafa oftar en ekki verid nidurlægdir í fótbolta) og akkúrat thetta kvøld var FCK (annar af tveimur stærstu fótboltaklúbbunum í Køben) ad keppa vid thýskt lid og allt var stappad af fólki. Ég auladist samt sem ádur á æfingu, var ekki alveg ad finna hvar æfingin átti ad vera, strunsadi fyrst inn á Tai Chi æfingu eda eitthvad álíka og eydilagdi adeins stemmninguna en thad stoppadi mig nú ekki. Loksins fann ég rétta stadinn eftir ad hafa elt mann í tae kwon do búningi. Ég thurfti ad bída í smá stund ásamt hinum idkendunum eftir ad komast inn thví hæstu beltin voru med æfingu á undan. Á medan voru allir svo kurteisir ad taka í høndina á mér og kynna sig. Thegar vid komumst svo loks inn mætti okkur mjøg svo møkkad loft af svita. Thad kom mér líka í opna skjøldu hversu lítill salurinn var og thad sem meira var thá var bara einn pínulítill opnanlegur gluggi. Ég sá strax eftir thví ad hafa ekki munad eftir vatnsbrúsa, thad gerist ekki aftur. Allaveganna, leidbeinandinn var svo fínn eda réttara sagt fín thar sem thetta var kona, ad koma til mín og kynna sig. Mér leid strax mjøg vel. Æfingin byrjadi og allt gekk vel thar til ad ég fór allt í einu ad finna ægilega mikid fyrir fótunum á mér. Thá fattadi ég ad ég er alls ekki vøn thessu gólfi og fór ad finna fyrir blødrum myndast undir fótunum. Nú voru gód rád dýr, æfingin var rétt svo hálfnud og ég vildi ekki líta út fyrir ad vera algjør aumingi thannig ad ég hélt áfram ad thjøsnast. Thad endadi náttúrulega med thví ad blødrurnar sprungu og thá fyrst fór ég virkilega ad finna til. En ég hélt áfram, haltradi ad vísu en lét ekki deigan síga eins og sønnum Íslendingi er einum lagid. Æfingin tók loks enda og ég lofadi thví ad koma næst med skó og vatn. Um kvøldid ákvad ég sídan ad vera svo skynsøm og hreinsa sárid. Ég hefdi betur átt ad sleppa thví, thví ég vaknadi um midja nótt og var ad drepast í sárunum, mér leid eins og ad thad hefdi kviknad í fótunum og thad stód í 2 tíma. Geri ekki thau mistøk aftur. Næsta æfing er á morgun og ég hlakka til thar sem ég var ad kaupa mér thessa fínu skó.
<< Home