Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

laugardagur, júlí 16, 2005

Þreytt!

Ég er núna svoldið mikið þreytt. Ég fór náttúrulega alltof seint að sofa og þurfti síðan að vakna núna í morgun kl. 8 til að mæta í vinnu. Núna er ég búin að hanga fyrir framan skjái í næstum 7 tíma ásamt því að spila vegasútgáfuna af Solitaire svona 500 þúsund sinnum og hlusta á sömu ömurlegu lögin á X-inu aftur og aftur og aftur af því að það eru bara sömu lögin spiluð aftur og aftur og aftur. Heilinn er orðin ansi steiktur eða kannski meira soðinn. Þetta er ekki nógu gott því það verður stelpudjamm hjá Elsý í kvöld! Hlakka mikið til enda verður í boði staup af Fisherman friend líkjöri og það leynir víst á sér. Vona bara að það veki mig frekar en að rota því mig langar í smá djamm áður en maður fer út. Læt vita hvernig fer.....

Annars fór gærdagurinn ásamt deginum í dag að leita að leiguhúsnæði. Fór inná den blå avis, keypti mér aðgang fyrir 250 danskar og fór að leita. Fann fullt af fínum íbúðum og sendi 20 email í dag og í gær og er bara búin að fá eitt svar á þá leið að búið var að leigja viðkomandi íbúð
: ( Fann eina sem mér leist rosalega vel á. Fékk Sillu, systur Andrésar, til að hringja fyrir mig í viðkomandi og auðvitað var enginn heima og við fengum bara símsvarann. Ég er farin að halda að það að finna íbúð í Kaupmannahöfn er óvinnandi vígi. Annars fer ég á Þingvöll á morgun ásamt Andrési og mamma hans, Bidda, ætlar að hringja fyrir mig út. Ég er svo hrikaleg í dönskunni og ég vil ekki leggja á fólkið þarna úti að tala á ensku því mér finnst vera meiri líkur á að fá íbúð tali maður dönsku og þá eru líka minni líkur á misskilningi. Þá er bara að krossleggja fingur.

Annars er ég að fara að fljúga með Möggu annað hvort á þriðjudaginn næsta eða sunndaginn eftir viku. Hlakka ekkert smá til.