Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

laugardagur, júlí 09, 2005

Harðsperrur

Ég er búin að vera í æfingabúðum í sparring síðan á fimmtudag. Reyndar fór ég bara á fimmtudaginn og í gærkvöldi. Treysti mér hreinlega ekki (eða nennti kannski ekki) á æfinguna sem var í morgun. Ég var náttúrulega að drepast úr harðsperrum eftir fyrstu æfinguna og ekki skánaði ástandið eftir föstudagsæfinguna. Þetta einangraði sig reyndar bara við rassinn sem veitti ekki af. Hefur verið frekar slappur undanfarið........

Ég og Andrés erum núna að passa upp á kött sem heitir Branda og er algjör prinsessa. Við þurftum að flytja upp í Kópavoginn til að búa hjá henni af því að hún er inniköttur og þarf 150 % athygli. Við verðum að passa hana í 2 vikur á meðan fjölskyldan hennar dvelur erlendis. Þetta er mjög fyndin köttur. Hún drekkur bara rennandi vatn úr vaskinum inni á klósetti og þegar maður sefur þá liggur hún á manni eins og hún sé að passa upp á mann. Fyrstu nóttina var þetta svoldið óþægilegt enda er maður óvanur þessu en þetta er strax orðið betra. Ef maður réttir henni síma svarar hún alltaf með mjálmi líkt og hún sé að tala við mann. Algjör dúlla. Annars móðgaðist hún svoldið í dag en við þurftum og gefa henni pilluna. Réttara sagt þurftum við að troða pillunni í kokið á henni og passa uppá að hún hrækti henni ekki út úr sér með því að halda um trýnið. Ég held samt að hún sé búin að fyrirgefa okkur.

Þetta er náttúrulega gamall draumur að rætast en mig er búið að dreyma um að eiga kött síðan ég man eftir mér. Ég var alltaf að suða í mömmu en það kom aldrei til greina enda hún ekki mikil dýramanneskja. Það var alltaf sama viðkvæðið: "þú mátt fá þér fisk". Jei!!! af því að það er svo gaman af fiskum syndandi í búri, maður fær svo mikil viðbrögð frá fiskum! Nei, þá var alveg eins gott að sleppa því og ég var harðákveðinn í að eignast dýragarð þegar ég væri orðin stór. Eitthvað hefur farið lítið fyrir þeim draumi síðan þá en ég væri alveg til í að eignast hund eða kött í framtíðinni. Allaveganna rólegan hund eða kött, mér leiðast hávær dýr sem eru alltaf að ráðast á mann.