Brakandi skór
Hefur einhver sem þetta les átt skó sem braka í hvert skipti sem stigið er niður? Ég er svo heppin (hitt þó heldur) að ég á tvö skópör sem braka, það er að segja annar skórinn brakar. Þetta eru einmitt þau tvö skópör sem ég nota mest (ég á nú ekki svo mörg fleiri, því miður). Mér finnst þetta afar hvimleiður vandi. Þegar ég labba um þá vil ég ekki að það beri sérstaklega á mér og reyni að labba frekar nett þó stór sé. En allt kemur fyrir ekki, alltaf brakar í árans skónum. Ég hef meira að segja reynt að beita fætinum öðruvísi, gengið á endanum á hælnum eða ytri eða innri brún fótsins en allt kemur fyrir ekki. Alltaf skal hel.... brakið leita mig uppi. Ég á meira að segja eitt skópar sem ég nota alltaf við fín tækifæri þar sem annar skórinn blæs þegar ég stíg niður. Þannig að þegar ég er að labba í einhverri fínni veislu þá lít ég út fyrir að vera að pumpa lofti í eitthvað þegar ég geng um!!!! Er þetta ég eða er ég svona óheppin með skópör? Ég held meira að segja að íþróttaskórnir mínir séu farnir að braka, bara svona til að vera alveg eins og hin skópörin. Ég sé þó einn kost í stöðunni. Ég á mun auðveldar með að réttlæta væntanleg skókaup í Köben : )
Bið að heilsa.
Bið að heilsa.
<< Home