Íbúðamál
Vildi bara aðeins láta vita af stöðu íbúðamála. Eins og frægt er orðið (eða kannski ekki) þá standa eða stóðu íbúðamálin mín í tengslum við Danmerkurförina ekkert alltof vel. Ég náttúrulega trúði því statt og stöðugt að ég myndi komast inn í eitthvert kollegi. En svo bregðast krosstré sem önnur og þá voru góð ráð dýr og margur er knár þótt hann sé smár.......Allaveganna ég fór að leita á netinu og fann fullt af leigusíðum. Nema hvað að eiginlega allar síðurnar rukkuðu mann um 500 danskar til að fá upplýsingar um leigjandan. Mér finnst það fullmikið, gæti keypt mér skópar fyrir peningin, þannig að ég fór bara á den blå avis eins og kemur fram í greininni fyrir neðan. Ég fékk nokkur svör og ég stend núna með 4 möguleika um íbúð. Ég er ekkert smá ánægð. Loksins get ég farið að pakka niður vitandi að ég hef svefnstað. Það er ekkert eins óþægilegt og að vera að fara til útlanda og vita ekki hvar maður á að sofa næstu mánuði! En þetta er nú ekki alveg komið í höfn ennþá, ég er að bíða núna eftir símtali frá konu sem er að leigja íbúð á Osterbro og ég er mjög spennt fyrir þeirri íbúð. Ókosturinn við hana er að hún er frekar dýr. Svo fékk ég bréf frá einhverjum Lars og sem sagði að ég hljómaði eins og fullkominn leigjandi fyrir íbúðina. Ég er núna að bíða eftir myndum af íbúðinni og heimilisfangi því ég vil geta hjólað í skólann minn og taekwondoklúbbinn. Allaveganna, svona standa íbúðamálin hjá mér núna. Læt vita þegar þetta er komið í höfn.
Med venlig hilsen,
Ella
Med venlig hilsen,
Ella
<< Home