Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Stress, sumar og sól

Klukkan er núna að ganga 1 eftir miðnætti. Á morgun er mat eða "evaluation" eins og skólinn kallar það. Seinustu dagar hafa farið í það að teikna, lagfæra teikningar og prenta þær út og núna er ég bara að bíða eftir að nokkrar teikningar prentist út. Það tekur nefnilega merkilega langan tíma að prenta svona rétt fyrir mat. Í fyrsta lagi er bara einn stór prentari sem getur prentað út teikningar og í öðru lagi þá eru allir að prenta út í einu. Ég er sem sagt búin að bíða núna í 3 tíma en það fer að styttast í þetta.

Annars er sumarið komið. Jei!! Tréin orðin græn og ég get hjólað í skólann á hverjum degi. Hitinn er búinn að vera næstum því yfir 20 gráður seinustu viku. Það á nú að kólna eftir helgi en vonandi stendur það ekki lengi yfir.