Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

sunnudagur, júní 18, 2006

Skólinn búinn

Úff............skólinn er loksins búinn. Ég er mjøg glød en jafnframt ótrúlega threytt. Ég hef aldrei eytt jafnmiklum tíma í nám og ég gerdi nú. Ég er búin ad vera í skólanum seinustu 3 vikur nánast upp á dag og alltaf frá svona 10 á morgnana til 6 á kvøldin, jafnvel lengur. Prófid sjálft var á føstudaginn og gekk thad bara nokkud vel. Ég thurfti ad kynna kennurunum og 2 utanadkomandi adilum af vinnumarkadinum thad sem ad ég hafdi gert í vetur og sídan máttu their spyrja mig spjørunum úr. Kynningin gekk vel, ég hafdi lært nánast utan af thad sem ég ætladi ad segja, hins vegar voru spurningarnar frá kennurunum algjørlega fáránlegar og skrítnar. Ég hafdi gert eitthvad sem kallast "fire analysis" og einn kennarinn byrjadi ad spyrja mig út í alls konar adstædur sem gætu gerst. Til dæmis ef madur í hjólastól væri fastur á 2. hæd og eldur í kringum hann, hvad ætti hann ad gera. Ég sagdi ad hann ætti væntanlega ad stilla sér upp vid einn gluggann og bída eftir sløkkvilidsmanni med stiga sem væntanlega myndi koma og bjarga honum út um gluggann. Thá hló kennarinn og spurdi mig hversu lengi sløkkvilidid væri á leidinni (hvad kemur thad byggingafrædi vid??) ég svaradi ad vonandi myndi thad ekki taka thá lengur en 10 mínútur ad komast thangad. Enn hló kennarinn og sagdi "kannski klukkutíma eda 2". Allar spurningarnar voru á thessa leid, mjøg órádnar og ómarkvissar. Ég hafdi ekki gert mér grein fyrir thví ad ég thyrfti ad sjá fyrir allar hugsanlegar adstædur sem gætu komid upp ef kviknadi í. Ég fékk svo sem thokkalega einkunn (9 af 13) á danskan mælikvarda og var dregin nidur fyrir ad kunna byggingarreglur ekki nógu vel. En ég er alls ekki ánægd, ég var løngu búin ad gera thetta "fire analysis" fyrir prófid og hafdi bedid einn kennarann ad kíkja á thad og allt virtist vera í himnalagi thá. Ég er mjøg threytt á thessu ósamræmi í kennurum hérna og thad virdist sem ég geti alls ekki treyst thví sem their segja, ég verd barasta ad vita thetta allt sjálf. Ég er mjøg fúl, sérstaklega thar sem ég eyddi miklum tíma í thetta.

En madur má ekki vera ad eyda of miklum tíma í fýlu, sérstaklega thar sem ég er komin í sumarfrí og er á leidinni til sudur Frakklands, nánar tiltekid til Cannes, næsta føstudag. Ég ætla í fyrsta skipti á ævinni liggja á strøndi og reyna ad ná einhverjum lit í kroppinn. Audvitad mun ég bera fullt af sólarvørn á mig en ég ætla bara ad prófa thetta, sjá hvernig mér líkar. Sídan ætlum vid audvitad ad skoda okkur um, reyna ad finna einhverjar vínekrur og kaupa kannski vín til ad taka med okkur til baka.

Sídan komum vid heim 4.júlí og verdum í um thad bil mánud heima og er ég mikid farin ad hlakka til. Veit ekki hvort ég muni vinna eda ekki, sé bara til ef ég finn eitthvad. Sídan verdur mikid ad gera í sumarbústadarmálum thar sem familían er ad koma upp bústad á Kirkjubæjarklaustri.

Annars er ég ekkert lengur fúl thar sem Íslendingum tókst ad hafa betur í rimmunni vid Svíana í handboltanum. Fýlan hvarf bara eins og døgg fyrir sólu í gær.