Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Home sweet home

Þá er maður bara mættur í sveitasæluna. Yljandi og notalega rigningin tók blíðlega á móti mér og ég gerði mér fljótt grein fyrir hvað ég hef farið rosalega á mis við veðrið hérna...........eða hitt þó heldur.

Annars, eins og svo oft áður, hef ég ekki verið dugleg að blogga en ólíkt svo oft áður þá hef ég afsökun. Ég og Andrés erum nefnilega búin að vera á flakki um Evrópu í næstum 2 vikur. Mestan tímanum eyddum við í Cannes þar sem ég náði að verða smá brún en sá litur hefur nú skolast í burtu. Annars kíktum við yfir til Mónakó, þar sem farnir voru nokkrir hringir á formúlubrautinni. Við kíktum á eitthvað rosalega flott bílasafn þarna og Andrés sá Mika Hakkinen með barninu sínu en ég var of upptekin að glápa inn í búðarglugga til að sjá nokkurn skapaðan hlut. Fórum líka vestur með suðurströnd Frakklands og ætluðum meðal annars að kíkja á St. Tropez en þar sem umferðarteppan þar var sú mesta sem ég hef á ævinni séð komum við okkur þaðan mjög fljótt. Síðan er maður að kvarta undan umferðinni hérna, hí, hí, hí.....ég spyr bara: Hvaða umferð? Annars er suður Frakkland mjög falleg sem og Sviss og Alparnir. Þegar við keyrðum í gegnum Sviss ákvádum við að stoppa á einum stað. Við sáum stóra verslun í kantinum af hraðbrautinni og stoppuðum þar. Rétt hjá þessari verslun var lítið þorp og þar sem við vorum ekkert að flýta okkur fannst okkur sniðugt ad kíkja aðeins betur í kringum okkur. Við bjuggumst ekki við ad finna hringleikahús frá tímum Rómaveldis eða kastala og virkisvegg. Þessi bær, sem heitir Avenches, var ótrúlega sjarmerandi, alls staðar voru eldgömul hús sem voru ótrúlega vel með farin. Reyndar kom mér á óvart hvað það var mikið af svona gömlum og rómantískum fjallaþorpum, bæði í Sviss og Frakklandi. Manni leið alltaf eins og maður væri staddur í einhverju ævintýri. Ótrúlega heillandi.

Það var nú reyndar líka heillandi að taka þátt í fagnaðarlátunum með Frökkum þegar þeir unnu Spán í 16 liða úrslitum og síðan Brasilíu í 8 liða úrslitum. Enda hélt maður með þeim á móti Ítalíu.

Við komum til Danmerkur sunnudaginn 2. júlí og flugum síðan heim 4. júlí. Andrés byrjaði strax að vinna hjá Magga bróður en ég ligg bara með tærnar upp í loft og safna orku fyrir skólann.