Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

sunnudagur, október 15, 2006

Sjokk

Ég fékk smá sjokk núna áðan. Ég ákvað að kíkja á bloggið mitt og mér til skelfingar komst ég að því að ég er ekki búin að blogga síðan 11. júlí!!! ARG! Hvað er að mér?? Það kæmi mér heldur ekki á óvart að enginn nenni að lesa þetta lengur, hef nú ekki beinlínis unnið mér það inn...........þvílíkt og annað eins.........

Back to business

Eins og alltaf er ýmislegt búið að gerast síðan 11. júlí. Til dæmis snerum við aftur til Köben, byrjuðum í skólanum, fengum vinnu á lager í nokkrar vikur, familían mín kom í heimsókn, gott veður, rigning, tívolí, bátasigling, ný tölva (ógeðslega flott), skóli og aftur skóli og skúringar.

Annars fengum við skemmtilega heimsókn núna um helgina. Huldalings, Hanna og kallinn hennar Hilmar komu til Kaupmannahafnar í gær. Hanna og Hilmar búa í Horsens og fóru í smá ferð til Íslands í gær en eyddu samt deginum ásamt okkur og Huldu. Hulda er í skóla í Noregi og var að heimsækja nokkra sparkvini í Danmörku. Hún gisti hjá okkur eina nótt og fór aftur til Noregs í dag. Við fimm fræknu kíktum meðal annars í Fisketorvet þar sem við biðum í 40 mínútur til að snæða ljúffenga McDonalds hamborgara, franskar og McFlurrys. Um kvöldið skelltum við okkur á Jensens Böfhus á Amagerbrogade. Aftur þurftum við að bíða til að fá þjónustu en eftir að við vorum búin að panta fengum við matinn fljótt. Annað skemmtilegt sem gerðist var að strætó sem við tókum til að komast á Fisketorvet drapst. Blessuð sé minning hans.