Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

"..sídan fór hann úr føtunum og í sturtuna..."

Ég verd ad vidurkenna ad ég og Andrés erum búin ad vera ad fylgjast med hinum hallærislegu Júróvisjón laugardagskvøldum í gegnum ruv.is. Ég var í hálfgerdu sjokki eftir fyrsta tháttinn, løgin voru svo léleg ad ég hugsadi alvarlega um ad skrifa sjónvarpinu bréf og bidja thann sem réd um ad vinsamlegast hætta vid ad senda lag í stóru keppnina. Eitthvad skánadi nú lagasmídinn eftir fyrsta tháttinn, løgin voru ennthá mjøg vemmileg og léleg en ekki svo léleg ad ég myndi skipta um ríkisborgararétt thegar adalkeppnin myndi byrja. Madur verdur bara ad vona ad thetta fari skánandi og ad øll bestu løgin séu eftir...............er samt ekkert alltof bjartsýn. Thad sem hins vegar stód upp úr thessum kvøldum voru innsløgin frá øllum lagahøfundunum. Allir høfdu verid ad dútla vid tónlist í langan tíma, voru med ólæknandi tónlistarbakteríu og svo framvegis. Einn lagahøfundur lýsti thví hvernig einn vinur sinn hafi skorad á sig ad senda lagid sem hann hafdi samid í keppnina "...og sídan fór hann úr føtunum og í sturtuna.....". Ég og Andrés litum á hvort annad og sprungum úr hlátri. Hafdi madurinn virkilega sagt thetta? Hvada máli skipti thad fyrir lagid ad vinurinn hafdi farid úr føtunum og í sturtu? Er thetta edlileg hegdun milli vina ad klæda sig bara úr føtunum upp úr thurru og fara sídan í sturtu?? Ég hef aldrei gert thad, allavega ekki án einhvers konar fyrirvara. Vid urdum ad spóla til baka og hlusta á thetta aftur. Thad kom sídan í ljós ad madurinn var sundfélagi lagahøfundarins en ég held ad hann hefdi betur mátt sleppa thessu innslagi, thví ég veit ekki hversu vakandi sjónvarpsáhorfendur voru á thessum tímapunkti og ef their voru eins og ég thá heyrdu their bara ad vinurinn fór út føtunum og í sturtuna.

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Gleðilegt ár

Jæja, þá er komið að hálfsársuppfærslu minni á blogginu. Spurning hvort manni tekst að vera með fleiri færslur á þessu ári en því síðasta.

Er núna að vinna á fullu á fatalagernum sem ég var að vinna á síðasliðið haust. Byrjaði eiginlega strax eftir prófin, eða réttara sagt degi eftir. Gekk bara vel í prófunum og sátt við útkomuna.

Héldum jólin og áramótin hérna í Köben. Það gekk vel en ég geri nú samt ráð fyrir að við förum heim næst. Hálfskrítið að vera bara við tvö. Vorum hins vegar í góðu sambandi við alla familíuna í gegnum Skype-ið.

Skólinn byrjar síðan aftur einhvern tíman í lok janúar og ætli við verðum ekki að vinna á lagernum þangað til.

Annars bara allt gott að frétta og við höfum það bara gott.

Bæ.

sunnudagur, október 15, 2006

Sjokk

Ég fékk smá sjokk núna áðan. Ég ákvað að kíkja á bloggið mitt og mér til skelfingar komst ég að því að ég er ekki búin að blogga síðan 11. júlí!!! ARG! Hvað er að mér?? Það kæmi mér heldur ekki á óvart að enginn nenni að lesa þetta lengur, hef nú ekki beinlínis unnið mér það inn...........þvílíkt og annað eins.........

Back to business

Eins og alltaf er ýmislegt búið að gerast síðan 11. júlí. Til dæmis snerum við aftur til Köben, byrjuðum í skólanum, fengum vinnu á lager í nokkrar vikur, familían mín kom í heimsókn, gott veður, rigning, tívolí, bátasigling, ný tölva (ógeðslega flott), skóli og aftur skóli og skúringar.

Annars fengum við skemmtilega heimsókn núna um helgina. Huldalings, Hanna og kallinn hennar Hilmar komu til Kaupmannahafnar í gær. Hanna og Hilmar búa í Horsens og fóru í smá ferð til Íslands í gær en eyddu samt deginum ásamt okkur og Huldu. Hulda er í skóla í Noregi og var að heimsækja nokkra sparkvini í Danmörku. Hún gisti hjá okkur eina nótt og fór aftur til Noregs í dag. Við fimm fræknu kíktum meðal annars í Fisketorvet þar sem við biðum í 40 mínútur til að snæða ljúffenga McDonalds hamborgara, franskar og McFlurrys. Um kvöldið skelltum við okkur á Jensens Böfhus á Amagerbrogade. Aftur þurftum við að bíða til að fá þjónustu en eftir að við vorum búin að panta fengum við matinn fljótt. Annað skemmtilegt sem gerðist var að strætó sem við tókum til að komast á Fisketorvet drapst. Blessuð sé minning hans.

þriðjudagur, júlí 11, 2006

Home sweet home

Þá er maður bara mættur í sveitasæluna. Yljandi og notalega rigningin tók blíðlega á móti mér og ég gerði mér fljótt grein fyrir hvað ég hef farið rosalega á mis við veðrið hérna...........eða hitt þó heldur.

Annars, eins og svo oft áður, hef ég ekki verið dugleg að blogga en ólíkt svo oft áður þá hef ég afsökun. Ég og Andrés erum nefnilega búin að vera á flakki um Evrópu í næstum 2 vikur. Mestan tímanum eyddum við í Cannes þar sem ég náði að verða smá brún en sá litur hefur nú skolast í burtu. Annars kíktum við yfir til Mónakó, þar sem farnir voru nokkrir hringir á formúlubrautinni. Við kíktum á eitthvað rosalega flott bílasafn þarna og Andrés sá Mika Hakkinen með barninu sínu en ég var of upptekin að glápa inn í búðarglugga til að sjá nokkurn skapaðan hlut. Fórum líka vestur með suðurströnd Frakklands og ætluðum meðal annars að kíkja á St. Tropez en þar sem umferðarteppan þar var sú mesta sem ég hef á ævinni séð komum við okkur þaðan mjög fljótt. Síðan er maður að kvarta undan umferðinni hérna, hí, hí, hí.....ég spyr bara: Hvaða umferð? Annars er suður Frakkland mjög falleg sem og Sviss og Alparnir. Þegar við keyrðum í gegnum Sviss ákvádum við að stoppa á einum stað. Við sáum stóra verslun í kantinum af hraðbrautinni og stoppuðum þar. Rétt hjá þessari verslun var lítið þorp og þar sem við vorum ekkert að flýta okkur fannst okkur sniðugt ad kíkja aðeins betur í kringum okkur. Við bjuggumst ekki við ad finna hringleikahús frá tímum Rómaveldis eða kastala og virkisvegg. Þessi bær, sem heitir Avenches, var ótrúlega sjarmerandi, alls staðar voru eldgömul hús sem voru ótrúlega vel með farin. Reyndar kom mér á óvart hvað það var mikið af svona gömlum og rómantískum fjallaþorpum, bæði í Sviss og Frakklandi. Manni leið alltaf eins og maður væri staddur í einhverju ævintýri. Ótrúlega heillandi.

Það var nú reyndar líka heillandi að taka þátt í fagnaðarlátunum með Frökkum þegar þeir unnu Spán í 16 liða úrslitum og síðan Brasilíu í 8 liða úrslitum. Enda hélt maður með þeim á móti Ítalíu.

Við komum til Danmerkur sunnudaginn 2. júlí og flugum síðan heim 4. júlí. Andrés byrjaði strax að vinna hjá Magga bróður en ég ligg bara með tærnar upp í loft og safna orku fyrir skólann.

sunnudagur, júní 18, 2006

Skólinn búinn

Úff............skólinn er loksins búinn. Ég er mjøg glød en jafnframt ótrúlega threytt. Ég hef aldrei eytt jafnmiklum tíma í nám og ég gerdi nú. Ég er búin ad vera í skólanum seinustu 3 vikur nánast upp á dag og alltaf frá svona 10 á morgnana til 6 á kvøldin, jafnvel lengur. Prófid sjálft var á føstudaginn og gekk thad bara nokkud vel. Ég thurfti ad kynna kennurunum og 2 utanadkomandi adilum af vinnumarkadinum thad sem ad ég hafdi gert í vetur og sídan máttu their spyrja mig spjørunum úr. Kynningin gekk vel, ég hafdi lært nánast utan af thad sem ég ætladi ad segja, hins vegar voru spurningarnar frá kennurunum algjørlega fáránlegar og skrítnar. Ég hafdi gert eitthvad sem kallast "fire analysis" og einn kennarinn byrjadi ad spyrja mig út í alls konar adstædur sem gætu gerst. Til dæmis ef madur í hjólastól væri fastur á 2. hæd og eldur í kringum hann, hvad ætti hann ad gera. Ég sagdi ad hann ætti væntanlega ad stilla sér upp vid einn gluggann og bída eftir sløkkvilidsmanni med stiga sem væntanlega myndi koma og bjarga honum út um gluggann. Thá hló kennarinn og spurdi mig hversu lengi sløkkvilidid væri á leidinni (hvad kemur thad byggingafrædi vid??) ég svaradi ad vonandi myndi thad ekki taka thá lengur en 10 mínútur ad komast thangad. Enn hló kennarinn og sagdi "kannski klukkutíma eda 2". Allar spurningarnar voru á thessa leid, mjøg órádnar og ómarkvissar. Ég hafdi ekki gert mér grein fyrir thví ad ég thyrfti ad sjá fyrir allar hugsanlegar adstædur sem gætu komid upp ef kviknadi í. Ég fékk svo sem thokkalega einkunn (9 af 13) á danskan mælikvarda og var dregin nidur fyrir ad kunna byggingarreglur ekki nógu vel. En ég er alls ekki ánægd, ég var løngu búin ad gera thetta "fire analysis" fyrir prófid og hafdi bedid einn kennarann ad kíkja á thad og allt virtist vera í himnalagi thá. Ég er mjøg threytt á thessu ósamræmi í kennurum hérna og thad virdist sem ég geti alls ekki treyst thví sem their segja, ég verd barasta ad vita thetta allt sjálf. Ég er mjøg fúl, sérstaklega thar sem ég eyddi miklum tíma í thetta.

En madur má ekki vera ad eyda of miklum tíma í fýlu, sérstaklega thar sem ég er komin í sumarfrí og er á leidinni til sudur Frakklands, nánar tiltekid til Cannes, næsta føstudag. Ég ætla í fyrsta skipti á ævinni liggja á strøndi og reyna ad ná einhverjum lit í kroppinn. Audvitad mun ég bera fullt af sólarvørn á mig en ég ætla bara ad prófa thetta, sjá hvernig mér líkar. Sídan ætlum vid audvitad ad skoda okkur um, reyna ad finna einhverjar vínekrur og kaupa kannski vín til ad taka med okkur til baka.

Sídan komum vid heim 4.júlí og verdum í um thad bil mánud heima og er ég mikid farin ad hlakka til. Veit ekki hvort ég muni vinna eda ekki, sé bara til ef ég finn eitthvad. Sídan verdur mikid ad gera í sumarbústadarmálum thar sem familían er ad koma upp bústad á Kirkjubæjarklaustri.

Annars er ég ekkert lengur fúl thar sem Íslendingum tókst ad hafa betur í rimmunni vid Svíana í handboltanum. Fýlan hvarf bara eins og døgg fyrir sólu í gær.

föstudagur, maí 19, 2006

Vanthakklæti

Ég horfdi á Júróvisjón í gærkvøldi og var yfir mig hrifin og stolt af íslenska framlaginu. Augljóslega var restin af Evrópu mér ekki sammála sem mér finnst vera algjørt vanthakklæti af theirra hálfu. Ég hef aldrei fyrr séd neitt fyndid í thessari keppni fyrr en í gær thegar Silvía nótt steig á svid í hinu mjøg svo hallærislega Júróvisjón. Ég veltist um af hlátri yfir atridinu en vard sídar sármódgud thegar hún komst ekki áfram. Ég meina, hid ømurlega grínlag Litháa (med fullri virdingu fyrir theirri thjód) komst áfram. Thad var ekki einu sinni fyndid, bara mjøg ódýrt og fyrirsjáanlegt. Aubarasta, ég nenni allaveganna ekki ad horfa á thetta annad kvøld. Thad skiptir heldur engu máli thar sem mamma hans Andrésar er ad koma í stutta heimsókn til okkar. Thad verdur nóg annad skemmtilegt ad gera.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Hávadi á morgnana

Ég verd ad segja thad ad mér lídur alveg ágætlega hérna í Danmørku. Matvøruverd er lægra en heima, yfirleitt er betra vedur hér (veturinn sem leid er thó undantekning), bjórverd er sérstaklega lágt og allt er hægt ad fara á hjólum. En thad er ýmislegt sem er ekki eins gott. Idnadarmenn eru til dæmis yfirleitt mættir til vinnu klukkan 7, jafnvel 6:30 og fyrsta dagsverk theirra virdist alltaf vera ad skapa eins mikinn hávada og unnt er eldsnemma á morgnana. Thad thýdir ad ég sem ELSKA ad sofa út thegar tækifærin gefast fæ aldrei ad idka thessa uppáhaldsidju mína. Thad sem gerir adstædur mínar sérstaklega erfidar er ad gatan sem ég bý núna vid er hreinlega undirløgd af idnadarmønnum. Ská á móti mér er hús sem er verid ad taka allt í gegn og alltaf klukkan 7 byrja their á ad henda út allskonar byggingarefni sem ég geri rád fyrir ad hafi verid rifin úr húsinu deginum ádur. Og thar sem thetta hús er á nokkrum hædum og idnadarmennirnir kæra sig ekki um ad labba upp og nidur med ruslid thá henda their thví nidur einhvers konar járnruslagøng sem liggja utan á húsinu med tilheyrandi hávada. Rúsínan í pylsuendanum er svo thegar draslid lendir í járnruslagámi eftir ad hafa ferdast nidur 5 hædir. Thid getid rétt ímyndad ykkur hávadann!

En til ad bæta gráu ofan á svart thá er audvitad líka verid ad lagfæra eitthvad í húsinu sem ég bý. Thad er til dæmis verid ad taka allan gardinn í gegn sem og verid er ad moka upp gømlu lagningar í kringum húsid og koma nýjum fyrir. Ég gæti svo sem eytt nokkrum línum til ad lýsa ánægju minni med thennan vidbótarhávada á morgnanna en vil frekar segja thetta: djø....helv....andsk.....ARG!!!!!!!

Fyrir utan allt thetta thá virdist alltaf einhver setja trukk í gang hvern einasta morgun og skilja hann eftir í gangi thar til ad vidkomandi adili er alveg ørugglega búinn ad vekja mig, og trukkurinn er audvitad stadsettur akkúrat fyrir nedan gluggan minn!

Thad mætti svo sem segja ad thad er nú verid ad reyna ad fegra umhverfid og madur ætti ad vera thakklátur fyrir thad. Audvitad finnst mér thad vera allt voda flott og skemmtilegt ef bara danskir idnadarmenn gætu unnid hradar. Øll idnadarverk hérna eru unninn á hrada sniglins. Vil ég frekar fá íslenska idnadarmenn! Íslenskt, já takk.