Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

þriðjudagur, september 27, 2005

Gamla, góda....

Ég var klukkud af henni Hrefnu í einu blogginu, thad thýdir ad ég verd ad koma med 5 stadreyndir um sjálfa mig sem enginn veit af eda skipta engu máli. Ókei, hvad get ég sagt......verd ad kíkja á Møggu og Hrebbnu til ad fá hugmyndir.........jæja, here it goes:
1. Mér líkar ekki vid fugla, mér bregdur alltaf thegar their byrja allt í einu ad fljúga.
2. Ég er ekki búin ad drekka kók í 3 daga. Fram ad thví drakk ég kók næstum thví á hverjum degi. Er mjøg stolt af thessu.
3. Mig dreymdi ad ég væri gódvinur Bono seinustu nótt og hann sagdi mér ad hann æltadi ad fara frá konunni!
4. Ég reyni alltaf ad sjá einn thátt af Sex In The City og tvo thætti af Frasier sem sýndir eru á dønskum sjónvarpsstødum á hverjum virkum degi.
5. Ég lærdi ad drekka bjór í Danmørku. Fram ad Danmerkurførinni fannst mér bjór ekki gódur en hann er mjøg gódur hérna ; )

Annars eins og kemur fram hér ad nedan thá fór ég til Íslands. Ég var í viku, fór 14. september og kom heim 20. september. Thad var frábært ad hitta fólkid sitt og slaka bara á heima. Adalmarkmidid var náttúrulega ad hitta Andrés en vid nádum líka ad gera praktíska hluti eins og ad ganga frá bílasølunni, tryggingum og LÍN. Vid leigdum okkur líka bíl og skruppum eitt kvøld á Thingvelli og horfdum á Fast Gear (held ad thátturinn kallast thad), breskur bílatháttur med James Clarksson m.a. og sídan Ønnu í Grænuhlíd, the continuing story eda eitthvad álíka. Thetta var allt mjøg notalegt. Jæja, tími ad byrja.....

mánudagur, september 26, 2005

Vá hvad ég er løt ad blogga

Já, thad verdur ad vidurkennast ad ég er ekki sú duglegasta, kannski sú latasta en ég er thó ekki búin ad gefast upp. Ég hef thó pínulitla afsøkun en hún er sú ad ég skrapp til Íslands í viku!! Thad var eins og gefur ad skilja mjøg gaman! Verd ad drífa mig í tíma.....ætla ad skrifa meira næst og thad mun ekki lída svona langur tími.

fimmtudagur, september 08, 2005

Landmælingar eru leidinlegar

Fyrir ykkur sem ekki vita hvad thad er sem ég er ad læra thá ætla ég ad koma med smá lýsingu á thví. Ef thid hafid ekki áhuga thá bara farid í næstu málsgrein. En ég er sem sagt ad læra edlis- og stærdfrædi, thad er, reikna út hita, raka og svoleidis hluti sem eru mikilvægir thegar hús eru byggd. Svo er ég líka ad læra um leidslur og lagnir í húsum, efni og hønnun, læri á AutoCad, vidskiptafrædi (hvad thad kostar ad byggja hús) og løg og reglur. Thetta er svona í grófum dráttum thad sem ég er ad læra núna. Flest føgin eru frekar áhugaverd en thad er eitt fag sem ég er búin ad fá nóg af og thad eru landmælingar.

Í gær lærdi ég í fyrsta skipti hvernig madur fer ad thví ad mæla land eda hædir í landi. Ég hélt ad thetta væri frekar létt, einfalt og jafnvel skemmtilegt. Allir hafa séd menn med mælistikur og eitthvad apparat í smá fjarlægd sem lítur út eins og kíkir. Hvad gæti møgulega verid flókid vid thad? Ì stuttu máli thá gafst ég og minn hópur upp og nádum ekki ad klára ad mæla smá hæd í einhverjum gardi í Frederiksberg. Thegar madur er ad mæla med thessu apparati thá verdur madur fyrst ad sjá í mælistikuna og sídan tharf madur ad passa upp á ad jafnvægid sé rétt. Okkur hins vegar tókst aldrei ad ná bádum thessum atridum rétt. Annad hvort sáum vid stikuna og jafnvægid var ekki rétt eda ad jafnvægid var rétt og vid sáum ekki í stikuna. Er nokkur ad sofna?!! Allaveganna, ég ætla ALDREI ad verda landmælingarkona. Landmælingar sucka big time.

Annars var ég og Andrés ad selja bílinn okkar sem thýdir ad vid getum flogid í hverjum mánudi og heimsótt hvort annad. Jíííhaaaa!

Ég vil endilega hvetja alla til ad koma med comment en thegar einhver Calius eda álíka commentar á ensku ad ég sé ad skrifa gódar greinar og hefur tengil inn á sídu sem selur Viagra og fleira stuff tengt thví thá set ég upp spurningamerki. Er ekkert heilagt fyrir thessu fólki?

mánudagur, september 05, 2005

Andrés farinn : (

Thad var tómlegt fyrir viku sídan thegar Sif og Geir fóru. Nú er hins vegar allt ordid galtómt enda fór Andrés heim í dag : ( Ég hafdi engan veginn gert mér grein fyrir ad thetta yrdi svona erfitt en ég er meira og minna búin ad vera skælandi í allan dag. Ég get thó huggad mig vid thad ad mamma, pabbi og Eiki koma seinni partinn í október og Elsý kemur í nóvember : ) Elsý verdur akkúrat hérna thegar hún á afmæli thannig ad vid munum halda veislu. Ég ætla ad reyna ad baka køku med kertum á en vid skulum sjá til. Bøkunarstúss hefur ekki verid mín sterkasta hlid.

Núna verdur madur aldeilis ad nota tímann thví nú hef ég nóg af honum. Ég ætla audvitad ad einbeita mér ad skólanum en líka ad reyna ad bæta dønskukunnáttuna enda veitir ekki af. Thess vegna kom ég vid í Fields í dag eftir ad hafa kvatt Andrés á flugvellinum og keypti dansk-enska/ensk-danska ordabók á thúsund kall. Thad finnst mér vera gód kaup. Så, næste gang skal jeg måske skrive på dansk. Nei, held ekki......

Rétt í thessu var thyrla ad fljúga fram hjá skólanum og allt húsid nøtradi! Hafdi ekki hugmynd um ad thad væri svona mikill kraftur í thessu.

Vil ad lokum benda fólki á nýja tengilinn minn undir lidnum Skemmtilegt fólk. Thar er nú ad finna hana Maríu sem er alveg einstaklega skemmtileg. Var ad vinna med henni á Althingi og thad stytti oftar en ekki stundirnar ad geta spjallad vid hana.