Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Nýjir tenglar

Ég er alveg ad mygla núna. Ég á ad vera ad læra á Autodesk forritid en get engan veginn komid mér í gírinn. Er reyndar búin ad vera eitthvad ad hamast í thví seinustu tvo tímana en núna er úthaldid alveg búid. Thannig ad ég fékk thá skemmtilegu flugu í hausinn ad gera eitthvad skemmtilegt á blogginu mínu. Eiki bródir var ad koma sér upp heimasídu thannig ad ég er komin med tengill inn á hann. Tékkid á thví. Sídan setti ég inn tengla á Huldu, Krissu og Tótu sem eru tae kwon do sparkarar med meiru. Ef einhverjum finnst hann eda hún eiga heima inn á sídunni minni sem tengill thá er bara um ad gera ad vera í sippubandi.

miðvikudagur, febrúar 01, 2006

Handbolti, tølvunámskeid og skítakuldi

Thessi thrjú skemmtilegu ord sameina nokkurn veginn thad sem er ad gerast í lífi mínu thessa dagana. Í fyrsta lagi thá er skítakuldi í Baunalandinu. Reyndar var kaldara thegar ég kom, hef til dæmis aldrei ádur lent í ísregni. Daginn eftir ad ég lenti thá vildum vid adeins kíkja á Strikid, bara svona rétt til ad átta sig á ad madur væri kominn í nýtt land. En sú ákvørdun var snøgglega breytt thegar ennid á mér var thakid klaka eftir ad hafa hlaupid yfir í lestastødina úr íbúdinni okkar. Ég er ad tala um tveggja mínútna labb. Í stadinn fyrir Strikid fórum vid í Fields. Thad var skítakuldi alla fyrstu vikuna okkar hérna thannig ad vid gerdum voda lítid annad en ad hanga inni. Vid reyndum ad hita íbúdina upp med sprittkertum thar sem ofnarnir virkudu ekki sem skildi og thad hafdi sitt ad segja. Vid vorum líka heppin ad hafa fengid teppi ad gjøf frá foreldrum Andrésar og thad munadi miklu um thad. Í dag er hins vegar hægt ad fara út og ég get meira ad segja labbad í skólann. Slabbid fer reyndar mikid í taugarnar á mér, Danir eru ekkert ad hafa mikid fyrir thví ad skafa, allavega ekki eins og heima.

Í ødru lagi er skólinn byrjadur og fyrstu thrjár vikurnar fara í ad læra á teikniforrit. Thad er ágætt, nema hvad ad madur verdur ad vera duglegur ad kenna sjálfum sér á thad thar sem kennararnir virdast bara vera hérna til ad svara tilfallandi spurningum. Vandamálid sem ég stend fyrir er ad ég hef ekki hugmynd um hvad thad er sem ég á ad vera ad æfa mig í thannig ad ég geri bara eitthvad upp í loftid. Thetta er aftur á móti áhugavert forrit, sérstaklega thar sem hægt er ad sjá húsin í thrívídd.

Seinast en ekki síst thá kemst voda lítid annad ad hjá mér en handbolti. Ég hins vegar get ekki séd leikina sem er ømurlegt. Ég hefdi svo viljad sjá Íslendingana vinna Rússa, thvílík fegurd hlýtur thad ad hafa verid. Ég og Andrés høfum fram ad thessu verid ad fylgjast med leikjunum á danska textavarpinu. Ég hef aldrei ádur svitnad yfir textavarpi eins og ég geri nú.