Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

fimmtudagur, desember 29, 2005

Sef og sef

Klukkan er núna að verða eitt eftir miðnætti og ég er glaðvakandi. Ég svaf til hvorki meira né minna en þrjú í dag!! Ég er alveg gáttuð á sjálfri mér. Það sem meira er þá leið mér bara eins og ég væri að vakna eftir átta eða níu tíma svefn. Kannski er ég bara að breytast í eitthvað svefnskrímsli. Ég sofnaði reyndar ekki fyrr en klukkan 4 eða 5 í fyrrinótt og þurfti síðan að rífa mig á fætur klukkan 7 til að keyra pabba í vinnuna. Ég geri það alltaf til að fá bílinn þeirra mömmu og pabba lánaðan. Þau eru svo góð við mig.

Annars lögðust jólin ansi hreint vel í mig. Það er skrítið að vera ekki að vinna og ekki laust við að smá samviskubit sé að hrella mann. Maður reynir samt að njóta þess eins vel og hægt er. Les bara bækurnar sem ég og Andrés fengum í jólagjöf og hlusta á diskana. Svo erum við búin að vera svoldið dugleg að horfa á DVD. Á annan í jólum hittum við svo Sif og Geir á Vínbarnum. Mikið stuð það. Eins og alltaf þegar við hittumst dettum við inn í skemmtilegar samræður. Seinna kom svo Bjössi, vinur Andrésar, og tók þátt í hinum mjög svo líflegu samræðum. Okkur leið reyndar eins og unglömbum þarna inni, tilfinning sem ég hef að minnsta kosti ekki upplifað í langan tíma. Ég held að meðalaldurinn hafi verið svona 40 til 45 ára. Þóra frænka, sem er systir mömmu og var í heimsókn hjá henni í dag, rak upp stór augu þegar ég sagði henni hvert ég hefði farið. Hún fer víst oft þangað þegar hún er úti að skemmta sér. En þetta var bara fínn staður. Á föstudagskvöldið er stefnan svo sett á að fara út að borða með Sif og Geir á Pasta Basta.

Á morgun ætla ég að reyna að vakna fyrr og gera eitthvað að viti. Kannski maður taki bara til og skelli sér í sund og jafnvel kaupi sér fína skó til að vera í á Gamlárskvöld. Hvað á svo annars að gera á Gamlárskvöld?

sunnudagur, desember 18, 2005

Komin heim

Jæja, þá er maður bara komin heim og ein önn liðinn!! Vá hvað tíminn líður hratt. Jólin komin.....

Thad er búið ad vera brjálað að gera í skólanum. Eftir að Hanna og Binni fóru thá lá við að ég hafi búið í skólanum. Fór í stærðfræðipróf á mánudaginn var og gekk vel, fékk 10 (13 er hæst). Svaka montin með það. Á fimmtudaginn var síðan kynningin, "evaluation" kallast það víst í skólanum. Þá hengir maður eða hópurinn manns upp á töflu allt það sem maður er búin að vera að gera í skólanum og "ver" vinnu sínu fyrir kennurum. Mér og mínum hópi gekk mjög vel. Um kvöldið var síðan skellt sér síðan í partý með öllum bekknum og haldið upp á próflokin.

Á föstudaginn fór ég í Fields ásamt Christinu og Malu en þær eru meðal annars með mér í hóp. Markmiðið var að finna jólagjafir og kannski eitthvað á sjálfan sig. Mér tókst bara að finna eitthvað á mig. Aldrei þessu vant var kvöldinu bara eytt fyrir framan sjónvarpið.

Laugardaginn vaknaði ég snemma þar sem ég ætlaði að reyna að versla fullt af jólagjöfum, taka til í íbúðinni, pakka farangrinum, koma mér upp á flugvöll og koma mér heim. Allt tókst bara nokkuð vel og ég er næstum því búin að kaupa allar þær gjafir sem ég þarf að kaupa. Á bara eftir að kaupa 3. Það er mjög óvenjulegt þegar ég á í hlut, er alltaf á seinustu stundu með allt. Það sem er líka mjög óvenjulegt þessi jól er að ég er ekki að vinna og það hefur ekki gerst að ég held seinustu 10 ár. Mjög ánægjulegt og ætla ég mér meðal annars að baka Sörur. Fæ bara vatn í munninn.

Ég þarf líka að fara að venja mig aftur á íslenskt lykilborð. Ég er löngu búin að gleyma hvar ð, ö, þ og komma eru og fyrir hvern þennan staf í þessum pósti hef ég pikkað einhvern annan inn. Það þýðir að það hefur tekið mig helmingi lengur að pikka þetta lítilræði sem þessi póstur er.

þriðjudagur, desember 06, 2005

Verslunarfíklar nr. 3 og 4 : Hanna og Binni

Thad er sem sagt búid ad vera brjálad ad gera. Ókei, smá afsøkun fyrir ad vera svona løt ad blogga EN...... ég er búin ad vera ad gera ýmislegt sídan ég bloggadi, medal annars skrapp ég til Íslands. Elsý yfirgaf mig midvikudaginn 16. nóvember og daginn eftir fór ég í heimsókn á klakann. Thad var nú bara mjøg gaman. Kíkti á thingvardalidid og adra starfsmenn á Althingi og sídan fór ég á 2 æfingar hjá ÍR ásamt thví ad fara í eitt partý med krøkkunum. Alveg gedveikt gaman.

Stuttu eftir ad ég kom aftur "heim" eda 30. nóvember komu Hanna frænka og Binni, kærasti hennar. Talandi um 30. nóvember, Sif átti afmæli thá og ég gleymdi ad óska henni til hamingju med afmælid. Sif, til hamingju med afmælid og vona ad thú getir fyrirgefid mér thessa gleymsku. Eru thetta ellimerki?

Allaveganna, ég hélt ad ég hefdi séd allar tegundir af verslunarfíklum en Hønnu og Binna tókst ad koma mér á óvart. Thau voru hérna í viku og komu bókstaflega hladin af pokum á hverju kvøldi. Einu sinni var álagid svo mikid ad ég heyrdi thau stynja thegar thau gengu inn í blokkina. Ég bý notabene á 4. hæd. Vid skruppum hins vegar øll saman í jólatívolíid seinasta kvøldid theirra (sídasta thridjudag) og skemmtum okkur konunglega. Ég og Binni fórum í 2 tæki, medal annars rússíbanan og thad var hreinasta snilld. Mér finnst svo gaman ad fara í tívolítæki. Hanna sat á medan á bekk og søtradi heitt kakó en henni lídur ekkert allt of vel í svona tækjum. Skil thad vel. Annars sáum vid líka mjøg flott "layzershow" thar sem grænir geyslar, reykur, eldur og vatn var einhvern veginn mixad saman svo úr vard frábær skemmtun.

Hanna og Binni yfirgáfu síðan Baunalandið miðvikudaginn 7. desember og við tók skóli og aftur skóli hjá mér.