Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

miðvikudagur, júní 22, 2005

Nýtt Nýtt!

Jæja, kæra fólk. Nú er ég búin að standa í endurbótum á síðunni minni og ég er ekkert smá stolt því ég gerði þetta allt sjálf. Ég er hins vegar mjög léleg í öllu sem við kemur tölvum þannig að ef eitthvað hefur klikkað hjá mér eða virkar ekki látið mig þá endilega vita.

Það nýjasta nýtt er að kommentakerfið ætti nú að vera komið í lag. Allir eiga að geta skilið eftir komment án þess að þurfa að "logga" sig inn á eitthvað. Það eina sem þið þurfið að gera er að skrifa kommentin ykkar í "pop up" glugganum og velja "Anonymous" og síðan "Login and Publish" og þá ætti þetta að virka. Eina sem ég bið ykkur um að gera er að skilja eftir nafnið ykkar í glugganum svo ég viti nú hver það er sem er að skrifa. Nú, ef þið viljið ekki láta vita af ykkur þá er það líka í lagi.

Ég er líka búin að bæta við nokkrum tenglum og búin að skipta þeim upp eins og þið sjáið hér til hægri. Andrés er byrjaður að blogga og ég hvet ykkur eindregið að kíkja á hans síðu. Ég hef líka bætt inn tengli að verðandi skólanum mínum, Köbenhavns Tekniske Skole, og að hinni mjög svo skemmtilegu síðu Danmörk.is sem geymir notsamlegar upplýsingar um allt sem kemur að Danmörku. Tjékkið á þessu ef þið hafið ekkert betra að gera.

Síðast en ekki síst þá er komin ný slóð að blogginu mínu: www.ellasprella.tk . Þið getið að sjálfsögðu áfram farið inn á þessa síðu með gömlu slóðinni en endilega notið nýju slóðina, ég held líka að það sé miklu þægilegri slóð. Eða hvað?

Er þetta ekki bara vel af sér vikið miðað við tölvurada eins og mig?

þriðjudagur, júní 21, 2005

Brakandi skór

Hefur einhver sem þetta les átt skó sem braka í hvert skipti sem stigið er niður? Ég er svo heppin (hitt þó heldur) að ég á tvö skópör sem braka, það er að segja annar skórinn brakar. Þetta eru einmitt þau tvö skópör sem ég nota mest (ég á nú ekki svo mörg fleiri, því miður). Mér finnst þetta afar hvimleiður vandi. Þegar ég labba um þá vil ég ekki að það beri sérstaklega á mér og reyni að labba frekar nett þó stór sé. En allt kemur fyrir ekki, alltaf brakar í árans skónum. Ég hef meira að segja reynt að beita fætinum öðruvísi, gengið á endanum á hælnum eða ytri eða innri brún fótsins en allt kemur fyrir ekki. Alltaf skal hel.... brakið leita mig uppi. Ég á meira að segja eitt skópar sem ég nota alltaf við fín tækifæri þar sem annar skórinn blæs þegar ég stíg niður. Þannig að þegar ég er að labba í einhverri fínni veislu þá lít ég út fyrir að vera að pumpa lofti í eitthvað þegar ég geng um!!!! Er þetta ég eða er ég svona óheppin með skópör? Ég held meira að segja að íþróttaskórnir mínir séu farnir að braka, bara svona til að vera alveg eins og hin skópörin. Ég sé þó einn kost í stöðunni. Ég á mun auðveldar með að réttlæta væntanleg skókaup í Köben : )

Bið að heilsa.

mánudagur, júní 20, 2005

Afmæli

Andrés átti afmæli í gær á sjálfan baráttudag kvenna, 19. júní. Til hamingju snúllinn minn!

laugardagur, júní 18, 2005

Bla bla

Jæja, ég er svoldið að klikka hérna. Ætlaði að vera svooo dugleg að skrifa en þar sem svooo lítið markvert gerist í lífi mínu þessa dagana þá finnst mér ekki taka því að skrifa. Get allt eins bara bullað eins og ég er að gera akkúrat núna. Það er eins og mér finnist varla taka því að fara að skrifa fyrr en ég er komin út. En vonandi fer þetta að glæðast hjá mér.

Sif og Geir giftu sig fyrir viku síðan, þann 11. júní hjá sýslumanni í London. Ég sendi hér með innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins. Ég var svo rosalega klár að kaupa gjöfina þeirra á netinu og gerði það með vikufyrirvara (sem er kannski ekkert alltof mikill fyrirvari, ég viðurkenni það). Ég hélt að það væri nóg þar sem ég keypti af breskri verslun. En, ónei, vörurnar voru greinilega ekki til á lager og þær voru ekki sendar fyrr en nokkrum dögum eftir giftinguna. En Sif og Geir, þið eigið þá bara von á glaðningi þegar þið komið frá New York.

Það sem mér finnst núna rosalega gaman að gera í vinnunni, sérstaklega þar sem ég keppist núna hreinlega við það að láta tíman líða, er að fara inn á heimasíður danskra matvöruverslana. Þetta eru verslanir eins og Netto, Bilka, Kvickly og Fakta. Mér finnst sérstaklega skemmtilegt að skoða vikublöðin þeirra yfir öll tilboðin og sjá hversu ódýrt allt er, einna helst þó áfengið. Þvílíkur munaður. En kannski ber þessi hegðun mín frekar vitni um hversu sorglegt líf mitt er akkúrat þessa stundina heldur en skemmtanagildi þessara heimasíðna : /

laugardagur, júní 04, 2005

Stress

Ég er að verða svoldið stressuð núna því ég er ekki enn komin með húsnæði í Danmörku. Það eru reyndar 2 mánuðir í að ég fari út en ég er þannig manneskja að ég vil hafa allt klappað og klárt með góðum fyrirvara. Ég verð bara að halda í vonina, "það er það síðasta sem menn eiga eftir þegar illa gengur" svo ég vitni nú aðeins í Michael Schumacher.

Talandi um Formúluna. Ég er hreinlega í skýjunum yfir frábærum sigri Alonso um síðustu helgi. Ég vona að hann og Renault verði meistarar!

Það er orðið frekar tómlegt um að litast í þingvörslunni. Það eru nánast allir hættir. Magga fékk vinnu tengda fluginu þriðjudaginn var og hætti núna á föstudaginn. Í lok maí hætti Hrafnkell og um miðjan maí hætti Hrebbna. Við erum þar af leiðandi orðin frekar fá og ekki nóg með það heldur fara orlofin að taka við. Ég sé því fram á það að þurfa að vera hér 24/7. En ég er víst að safna mér fyrir skólann í vetur svo ég orna mér bara við þeirri tilhugsun á meðan ég vinn.

Á þriðjudaginn fór ég í beltapróf. Ég var mjög stressuð en veit ekki alveg af hverju því ég er búin að mæta vel. Mér gekk ágætlega, fékk allaveganna græna beltið sem ég stefndi á. Það er alltaf gaman þegar maður fær nýjan lit á beltið sitt. Það er eins og maður verður betri og bættari manneskja fyrir vikið. Þið sem þetta lesið hljótið bara að finna það á skrifum mínum, ekki satt ; ) Ef þið viljið sjá myndir frá prófinu, farið þá á þessa heimasíðu, skrollið aðeins niður og þá eigið þið að finna þennan link sem kallast myndasíðan. Undir beltaprófi finnið þið síðan myndirnar.