Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

föstudagur, maí 19, 2006

Vanthakklæti

Ég horfdi á Júróvisjón í gærkvøldi og var yfir mig hrifin og stolt af íslenska framlaginu. Augljóslega var restin af Evrópu mér ekki sammála sem mér finnst vera algjørt vanthakklæti af theirra hálfu. Ég hef aldrei fyrr séd neitt fyndid í thessari keppni fyrr en í gær thegar Silvía nótt steig á svid í hinu mjøg svo hallærislega Júróvisjón. Ég veltist um af hlátri yfir atridinu en vard sídar sármódgud thegar hún komst ekki áfram. Ég meina, hid ømurlega grínlag Litháa (med fullri virdingu fyrir theirri thjód) komst áfram. Thad var ekki einu sinni fyndid, bara mjøg ódýrt og fyrirsjáanlegt. Aubarasta, ég nenni allaveganna ekki ad horfa á thetta annad kvøld. Thad skiptir heldur engu máli thar sem mamma hans Andrésar er ad koma í stutta heimsókn til okkar. Thad verdur nóg annad skemmtilegt ad gera.

fimmtudagur, maí 18, 2006

Hávadi á morgnana

Ég verd ad segja thad ad mér lídur alveg ágætlega hérna í Danmørku. Matvøruverd er lægra en heima, yfirleitt er betra vedur hér (veturinn sem leid er thó undantekning), bjórverd er sérstaklega lágt og allt er hægt ad fara á hjólum. En thad er ýmislegt sem er ekki eins gott. Idnadarmenn eru til dæmis yfirleitt mættir til vinnu klukkan 7, jafnvel 6:30 og fyrsta dagsverk theirra virdist alltaf vera ad skapa eins mikinn hávada og unnt er eldsnemma á morgnana. Thad thýdir ad ég sem ELSKA ad sofa út thegar tækifærin gefast fæ aldrei ad idka thessa uppáhaldsidju mína. Thad sem gerir adstædur mínar sérstaklega erfidar er ad gatan sem ég bý núna vid er hreinlega undirløgd af idnadarmønnum. Ská á móti mér er hús sem er verid ad taka allt í gegn og alltaf klukkan 7 byrja their á ad henda út allskonar byggingarefni sem ég geri rád fyrir ad hafi verid rifin úr húsinu deginum ádur. Og thar sem thetta hús er á nokkrum hædum og idnadarmennirnir kæra sig ekki um ad labba upp og nidur med ruslid thá henda their thví nidur einhvers konar járnruslagøng sem liggja utan á húsinu med tilheyrandi hávada. Rúsínan í pylsuendanum er svo thegar draslid lendir í járnruslagámi eftir ad hafa ferdast nidur 5 hædir. Thid getid rétt ímyndad ykkur hávadann!

En til ad bæta gráu ofan á svart thá er audvitad líka verid ad lagfæra eitthvad í húsinu sem ég bý. Thad er til dæmis verid ad taka allan gardinn í gegn sem og verid er ad moka upp gømlu lagningar í kringum húsid og koma nýjum fyrir. Ég gæti svo sem eytt nokkrum línum til ad lýsa ánægju minni med thennan vidbótarhávada á morgnanna en vil frekar segja thetta: djø....helv....andsk.....ARG!!!!!!!

Fyrir utan allt thetta thá virdist alltaf einhver setja trukk í gang hvern einasta morgun og skilja hann eftir í gangi thar til ad vidkomandi adili er alveg ørugglega búinn ad vekja mig, og trukkurinn er audvitad stadsettur akkúrat fyrir nedan gluggan minn!

Thad mætti svo sem segja ad thad er nú verid ad reyna ad fegra umhverfid og madur ætti ad vera thakklátur fyrir thad. Audvitad finnst mér thad vera allt voda flott og skemmtilegt ef bara danskir idnadarmenn gætu unnid hradar. Øll idnadarverk hérna eru unninn á hrada sniglins. Vil ég frekar fá íslenska idnadarmenn! Íslenskt, já takk.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Stress, sumar og sól

Klukkan er núna að ganga 1 eftir miðnætti. Á morgun er mat eða "evaluation" eins og skólinn kallar það. Seinustu dagar hafa farið í það að teikna, lagfæra teikningar og prenta þær út og núna er ég bara að bíða eftir að nokkrar teikningar prentist út. Það tekur nefnilega merkilega langan tíma að prenta svona rétt fyrir mat. Í fyrsta lagi er bara einn stór prentari sem getur prentað út teikningar og í öðru lagi þá eru allir að prenta út í einu. Ég er sem sagt búin að bíða núna í 3 tíma en það fer að styttast í þetta.

Annars er sumarið komið. Jei!! Tréin orðin græn og ég get hjólað í skólann á hverjum degi. Hitinn er búinn að vera næstum því yfir 20 gráður seinustu viku. Það á nú að kólna eftir helgi en vonandi stendur það ekki lengi yfir.