Ella sprella

Velkomin á bloggið mitt. Ég er ekkert rosalega klár í þessu, er bara að byrja. En fyrst þú ert hérna ekki gleyma að senda mér póst.

fimmtudagur, október 27, 2005

Ahhhhhhhhhhhhhh

Var ad setja upp nýtt kommentakerfi thar sem ég tholi ekki spam póst!!! Vona allaveganna ad ég sé laus vid thetta núna. Endilega kommenta, allir saman nú!

Vildi ad ég væri med fjørugra ímyndunarafl...

thví thá gæti mér dottid í hug skemmtilegri titil en thetta helv....

Á mánudag var thetta blessad "evaluation". Ég held ad thad hafi gengid ágætlega. Kennararnir søgdu ad thetta hafi verid "quality over quantity" en samt vildu their líka "quantity"??!? Hópurinn minn var sem sagt lokadur inn í herbergi med øllum kennurunum. Vid áttum ad tala um verkefnid, ég taladi um skipulagid og bréf sem vid sendum til kúnnans og yfirvalda. Var nett stressud en thetta hafdist. Thad var frekar óthægilegt ad tala thví kennararnir sveimudu í kringum mann eins og flugur og voru ad skrifa eitthvad á pappírana sem vid vorum ad sýna theim, thannig ad ég hef ekki hugmynd um hvort their hafi heyrt thad sem ég var ad segja. En mér er alveg fuckings sama.

Átti sídan frí á thridjudaginn og theim degi var audvitad eytt med familíunni. Mamma er alveg verslunaród og pabbi og Eiki pøbbaódir. Frekar skondnir dagar.

þriðjudagur, október 18, 2005

Smá stress en samt hress

Vá hvad titillinn á thessari grein er skemmtilegur......hí, hí, hí, er svo fyndin, frumlegheitin ad drepa mig......Allaveganna, thad er sem sagt smá stress í gangi. Á mánudaginn er "evaluation". Thad thýdir ad hópurinn minn og reyndar allir hópar sýna kennurunum vinnu sína fram ad thessu og kennararnir eiga ad kommenta á thetta. Ég er núna ad vinna ad verkefni sem er alveg ótrúlega leidinlegt og fjallar um hvernig vid førum ad thví ad skapa gott andrúmsloft í húsinu eda réttara sagt "good indoor climate". Ég tharf ad fjalla um allar leidslur sem vid ætlum ad setja í húsid, hvad sé naudsynlegt ad gera og hvernig eigi ad hanna hús til ad skapa gott andrúmsloft og thetta verkefni er svo leidinlegt ad ég er ad sofna.

Annars eru mamma, pabbi og Eiki ad koma á laugardaginn. Thau verda hérna í viku. Ég hlakka mikid til ad fá thau og thad verdur gaman ad sýna theim Køben, sérstaklega thar sem thad hafa lidid um thad bil 30 ár sídan pabbi fór seinast til útlanda. Mamma er ad ég held búin ad finna út hvar ALLAR bútasaumsbúdir á Kaupmannahafnarsvædinu eru thannig ad einhverjum tíma verdur eytt í theim.

þriðjudagur, október 11, 2005

Ótrúlega dugleg

Mér finnst thad allaveganna. Vaknadi á réttum tíma í morgun, nádi ad fá mér morgunmat og búa til nesti!!! Gerist næstum thví aldrei en ætla mér alltaf ad gera thad. Fór á hjólinu í skólann og mætti á réttum tíma, thad gerdist líka í gær, ótrúlegt en satt. Svo er ég ad blogga núna og hlada I-podinn ásamt thví ad tala vid Andrés á msn. Ekki nóg med thad heldur thá eldadi ég í gær, vaskadi upp og threif thvott. Svo er ég búin ad hafa samband vid skóla sem kennir dønsku thar sem ad Københavns Kømmune bídur theim sem eru nýfluttir hingad upp á ókeypis dønsku. Flott framtak thad. Svo ætla ég thegar ég er komin heim ad læra. Vid sjáum allaveganna til med thad, er búin ad vera svo dugleg..........eda kannski er ég ekkert svo dugleg. Ég meina eina sem ég geri er bara ad vera í skólanum og thad ad ég komi stundum eda kannski mjøg oft of seint er ekki alveg í lagi. Ég gæti líka verid duglegri ad læra. Ónei, ég er thá barasta ekkert dugleg, verd ad taka mig á.

fimmtudagur, október 06, 2005

Dagurinn í dag.....

Dagurinn í dag byrjadi ekki vel. Svaf yfir mig og thar sem ég var løngu búin ad missa af tíma ákvad ég ad sofa thangad til næsti tími byrjadi. Ég hins vegar mætti 1 mínútu of seint og kennarinn rak mig út. Thad eru komnar nýjar reglur og nú má enginn koma inn thegar tími er byrjadur. En, common, 1 helv....mínúta. Vodalega eru their eitthvad stífir. Mér sárnadi hins vegar svo mikid ad ég ætladi aldrei aftur ad fara í tíma til hins hrikalega Claudio. Var bara næstum thví farin ad gráta, sérstaklega thar sem thad er ekki gaman ad vera rekin út fyrir framan alla í bekknum.

Ég settist thess vegna bara vid tølvuna og reyndi ad sleikja sárin. Ég ætladi ad finna út hvernig ég gæti lært thetta allt saman sjálf. Thegar ég svo fór virkilega ad hugsa um thessa ákvørdun mína sá ég ad thetta var kannski ekki raunsætt og ekki sanngjarnt gagnvart hinum í hópnum mínum. Thannig ad ég drøsladi sjálfri mér inn thegar færi gafst, var hins vegar ennthá svoldid sár thannig ad ég thóttist ekki taka eftir neinu sem kennarinn var ad segja. Lét eins og ad allt sem kennarakúkurinn sagdi skipti engu máli. En svona okkar á milli thá var ég samt ad hlusta á laun og reyndi ad leggja á minnid thad sem hann sagdi svo ég gæti skrifad thad seinna nidur. Ég held samt ad hegdun mín hafi ekki skipt neinu máli thví hún hafdi svo sannarlega enginn áhrif á kennarann og af hverju ætti honum ekki ad vera sama um hvort ég sé í tíma eda ekki. Thetta er nú mín menntun ekki hans.

Svo kom loks ad matarhléi og í nesti hafdi ég fengid mér epli og múslíjógúrt. Eplid var ferskt og gott og thegar kom ad thví ad blanda múslíinu vid jógúrtina beygladist lokid med múslíinu thannig ad allt múslíid helltist á bordid í stadinn fyrir í jógúrtina. Týpiskt, sérstaklega thar sem thad eina sem mér finnst gott vid thessa jógúrt er múslíid af thví ad thad er svo mikid súkkuladi í thví. ARG!

Jæja, best ad fara í tíma svo ég verdi ekki aftur rekin......

mánudagur, október 03, 2005

Fyrsta taekwondo æfingin

Á fimmtudaginn var fannst mér vera kominn tími til ad skella sér á taekwondo-æfingu ádur en allt thol og allur styrkur færi fjandans til. Ég valdi Østerbro Taekwondoklub thar sem thad tekur mig ekki nema 5 til 10 mínútur ad hjóla heiman frá mér. Østerbro klúbburinn er líka í samstarfi vid Master Cho eins og ÍR, minn gamli og gódi klúbbur og thad hjálpadi nú líka til vid valid. Østerbro klúbburinn er stadsettur næstum thví vid hlidina á Parken stadium (thar sem Íslendingar hafa oftar en ekki verid nidurlægdir í fótbolta) og akkúrat thetta kvøld var FCK (annar af tveimur stærstu fótboltaklúbbunum í Køben) ad keppa vid thýskt lid og allt var stappad af fólki. Ég auladist samt sem ádur á æfingu, var ekki alveg ad finna hvar æfingin átti ad vera, strunsadi fyrst inn á Tai Chi æfingu eda eitthvad álíka og eydilagdi adeins stemmninguna en thad stoppadi mig nú ekki. Loksins fann ég rétta stadinn eftir ad hafa elt mann í tae kwon do búningi. Ég thurfti ad bída í smá stund ásamt hinum idkendunum eftir ad komast inn thví hæstu beltin voru med æfingu á undan. Á medan voru allir svo kurteisir ad taka í høndina á mér og kynna sig. Thegar vid komumst svo loks inn mætti okkur mjøg svo møkkad loft af svita. Thad kom mér líka í opna skjøldu hversu lítill salurinn var og thad sem meira var thá var bara einn pínulítill opnanlegur gluggi. Ég sá strax eftir thví ad hafa ekki munad eftir vatnsbrúsa, thad gerist ekki aftur. Allaveganna, leidbeinandinn var svo fínn eda réttara sagt fín thar sem thetta var kona, ad koma til mín og kynna sig. Mér leid strax mjøg vel. Æfingin byrjadi og allt gekk vel thar til ad ég fór allt í einu ad finna ægilega mikid fyrir fótunum á mér. Thá fattadi ég ad ég er alls ekki vøn thessu gólfi og fór ad finna fyrir blødrum myndast undir fótunum. Nú voru gód rád dýr, æfingin var rétt svo hálfnud og ég vildi ekki líta út fyrir ad vera algjør aumingi thannig ad ég hélt áfram ad thjøsnast. Thad endadi náttúrulega med thví ad blødrurnar sprungu og thá fyrst fór ég virkilega ad finna til. En ég hélt áfram, haltradi ad vísu en lét ekki deigan síga eins og sønnum Íslendingi er einum lagid. Æfingin tók loks enda og ég lofadi thví ad koma næst med skó og vatn. Um kvøldid ákvad ég sídan ad vera svo skynsøm og hreinsa sárid. Ég hefdi betur átt ad sleppa thví, thví ég vaknadi um midja nótt og var ad drepast í sárunum, mér leid eins og ad thad hefdi kviknad í fótunum og thad stód í 2 tíma. Geri ekki thau mistøk aftur. Næsta æfing er á morgun og ég hlakka til thar sem ég var ad kaupa mér thessa fínu skó.